Greinar
Látum verkin tala
Í dag þegar líðandi kjörtímabil er að klárast þykir okkur fulltrúum B-lista í Rangárþingi eystra rétt að líta um öxl og gera upp tímabilið sem senn er að líða. Framboð framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra hefur setið í meirihluta sveitarstjórnar í farsælu samstarfi við D-listann sl. 4 ár og hafa framboðin m.a. skipt stöðu sveitarstjóra á milli sín á tímabilinu.
Íþróttir- og æskulýðsmál í Rangárþingi eystra
Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að Íþrótta og tómstundastarf er ein mikilvægasta forvörnin gegn áhættuhegðun barna og unglinga. Það er því mikilvægt að sveitarfélögin búi þannig um hnútana í sínu nærsamfélagi að allir einstaklingar hafi svigrúm til þess að stunda íþróttir og tómstundir við sitt hæfi. Ekki er heillavænlegt að horfa um of á uppbyggingu einnar ákveðinnar tómstundaiðju á kostnað þeirrar næstu.
Listi Framsóknar og annarra framfarasinna samþykktur
Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 var samþykktur á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Rangæinga í dag.
Menning er lífsgæði
Blómstrandi menningarlíf er fyrir marga hreinlega spurning um lífsgæði. Síðastliðin tvö ár þar sem samkomutakmarkanir hafa sett hömlur á menningarlíf höfum við svo sannarlega fundið fyrir því hversu mikilvæg menningin er fyrir okkur. Við vorum farin að þrá að koma saman og hlusta á góða tónlist, heyra gamansögur og grín eða bara að hittast og eiga stund saman.
Æskan er framtíðin, búum börnum okkar gott samfélag!
Í Rangárþingi eystra hefur verið unnið jafnt, þétt og örugglega að málefnum fjölskyldunnar. Það skal því engan undra að hér byggist hratt og örugglega upp gott samfélag þar sem uppbygging innviða hefur verið höfð að leiðarljósi á undanförnum árum.
Við eldumst öll
Við í Rangárþingi eystra skulum sjá til þess að eldri borgarar upplifi sig „vera með“ í samfélaginu. Þetta er nefnilega fólkið sem byggði undirstöðurnar að velferð þjóðarinnar.
Í aðdraganda kosninga
Ef litið er yfir stefnuskrá okkar, Framsóknar og annarra framfarasinna frá 2018 er ekki hægt annað en að vera stoltur af því hversu mikið hefur áunnist. Slíkur árangur næst ekki nema með skýrri stefnu og framúrskarandi samvinnu, bæði listans í heild sem og við stjórnendur og starfsmenn sveitarfélagsins sem gegna þar lykilhlutverki.
Samgöngur skipta alla máli!
Í dreifbýlu sveitarfélagi líkt og Rangárþingi eystra skipta samgöngur stærstan hluta íbúa mjög miklu máli. Þær koma við daglegt líf íbúa og því verður að tryggja að þær séu með sem allra besta móti. Því miður hefur sveitarfélagið ekki fullt forræði yfir samgöngukerfum sveitarfélagsins og langstærstur hluti þess er á forræði Vegagerðarinnar. Því er mikilvægt …