Skipulagsmál

Stjórnsýsla og rekstur​

Samgöngumál​

Umhverfismál​

Atvinnu- og markaðsmál​​​

Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsmál​​

Mennta- og menningarmál​​

Velferðarmál

Skipulagsmál

Skipulagsmál þarf að vinna faglega í takt við vaxandi samfélag. Þar þarf að vera skýr framtíðarsýn og metnaðarfullar áætlanir sem tryggja að innviðir sveitarfélagsins standi undir þeirri hröðu uppbyggingu sem blasir við.

Við viljum…

 • Tryggja öruggt framboð af lóðum fyrir allar tegundir íbúðarhúsnæðis
 • Skapa aðstæður til uppbyggingar á hagkvæmu langtíma leiguhúsnæði
 • Tryggja ávallt nægt framboð lóða fyrir atvinnu og þjónustu
 • Vinna að uppbyggingu nýs iðnaðarhverfis í takt við nýtt aðalskipulag
 • Gera endurbóta- og viðhaldsáætlun á götum og gangstéttum í þéttbýli og fylgja henni eftir
 • Vinna áfram að uppbyggingu hjólreiðastíga í sveitarfélaginu
 • Rýna miðbæjarskipulag með framtíðarsýn íbúa og lifandi miðbæjarlíf að leiðarljósi

Stjórnsýsla og rekstur

Nú í lok kjörtímabils liggja fyrir tillögur að nýjum samþykktum og nefndafyrirkomulagi sem mun auka skilvirkni og fagmennsku í stjórnsýslu sveitarfélagsins. 

Ábyrgur rekstur og styrk fjármálastjórn hefur skilað því að sveitarfélagið stendur mjög vel þrátt fyrir miklar áskoranir s.l. tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid 19 og er í stakk búið að takast á við fjárfestingar sem fylgja sveitarfélagi í örum vexti.

Við viljum…

 • Tryggja áframhaldandi trausta fjármálastjórnun
 • Vandaða og opna stjórnsýslu, gera verkferla skýrari og sýnilegri
 • Auka samstarf stofnana sveitarfélagsins, upplýsingagjöf og samráð við íbúa

Umhverfismál

Umhverfismál eru sístækkandi hluti í rekstri hvers sveitarfélags með auknum kröfum og lagalegri umgjörð. Við höfum mikinn metnað fyrir bættri ásýnd alls sveitarfélagsins og munum leggja allt kapp á að Rangárþing eystra sé til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Við viljum… 

 • Endurskoða umhverfisstefnu sveitarfélagsins í heild sinni og gera úrgangsstefnu fyrir Rangárþing eystra
 • Taka sorpmál til gagngerrar rýni í samvinnu við íbúa með það að markmiði að bæta þjónustu, auka verðmætasköpun og draga úr kostnaði
 • Bæta aðgengi og ásýnd ferðamannastaða og sveitarfélagsins í heild
 • Móta stefnu um loftslagsmál
 • Fjölga útivistarsvæðum í takt við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Tunguskógi í samvinnu við Hvolsskóla.
 • Fjölga leikvöllum í sveitarfélaginu og bæta þá sem fyrir eru

Samgöngumál

Við val á búsetu skipta góðar samgöngur miklu máli. Uppbygging og viðhald vega þarf að uppfylla kröfur nútímans. Virkt og gott samstarf við ríkisvaldið er nauðsynlegt til að ná árangri í vegamálum.

Við viljum…

 • Beita okkur áfram fyrir uppbyggingu stofn- og tengivega í samstarfi við Vegagerðina
 • Tryggja öryggi allra vegfarenda í umferðinni í takt við nýsamþykkta umferðaröryggisáætlun 
 • Bætta þjónustu í viðhaldi vega og vetrarþjónustu
 • Skilgreint skammtímastæði fyrir hópbifreiðar og stærri ökutæki
 • Bæta lýsingu við göngustíga samhliða endurnýjun ljósastaura í þéttbýli
 • Styðja við uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu í samvinnu við hestamannafélög
 • Þarfagreina akstursþjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins svo sem tómstundaakstur, akstur fyrir eldri borgara og fl. 

Atvinnu- og markaðsmál

Fjölbreytt atvinnulíf er lykilforsenda blómlegs sveitarfélags. Rangárþing eystra er eitt stærsta og öflugasta landbúnaðarhérað landsins og tækifæri til nýsköpunar eru óteljandi. Áframhaldandi góð markaðssetning Rangárþings eystra er mikilvæg enda er staðsetning sveitarfélagsins tilvalin fyrir hvers kyns atvinnustarfsemi. 

Við viljum…

 • Standa vörð um landbúnaðarland og aðrar auðlindir og náttúruperlur
 • Stuðla að stofnun þekkingar- og frumkvöðlaseturs sem þjónustar nema og fjölbreytt atvinnulíf og skapar tækifæri til nýsköpunar
 • Halda áfram markaðssetningu Rangárþings eystra með áherslu á gæðabúsetu og uppbyggingu atvinnulífs
 • Móta atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings eystra í samvinnu við íbúa
 • Stuðla að samkeppnishæfri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og vinna áfram samkvæmt ferðamálastefnu Rangárþings eystra

Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsmál

Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag. Metnaðarfullt íþrótta- og æskulýðsstarf  og góð aðstaða til tómstundaiðkunar hefur mikið forvarnargildi. 

Við viljum…

 • Rýna stefnu sveitarfélagsins í tómstundamálum með það að markmiði að jafna aðgengi allra barna að hvers kyns tómstundum og auka fjölbreytni
 • Tryggja að tekið verði tillit til sjónarmiða barna og ungmenna í sveitarfélaginu
 • Tryggja lengri opnunartíma í Íþróttamiðstöð og taka sundlaugarsvæðið í heildstæða hönnun og endurskipulagningu
 • Tryggja uppbyggingu íþróttamannvirkja í samvinnu við íþróttafélög
 • Endurskoða fyrirkomulag félagsmiðstöðvar
 • Stórbæta aðstöðu og starfsemi ungmennahúss

Mennta- og menningarmál

Mennt og menning er máttur. Við erum stolt af því faglega starfi sem unnið er í okkar menntastofnunum. Fyrsta flokks menntastofnanir eru ein af forsendum gæðabúsetu enda tryggjum við öllum börnum skólavist frá 12 mánaða aldri. 

Við viljum…

 • Stuðla að áframhaldandi góðri samfellu á milli skólastiga
 • Undirbúa stækkun Hvolsskóla í ljósi sívaxandi sveitarfélags
 • Stuðla að farsælli innleiðingu á nýsamþykktri menntastefnu 
 • Koma á samstarfi við Pólska skólann í Reykjavík og kanna möguleika til að mæta fleiri fjöltyngdum börnum
 • Styrkja samstarf við framhalds- og háskóla landsins svo fjarnemar geti lokið námi sínu í heimabyggð án hindrana
 • Efla sérfræðiþjónustu grunn- og leikskóla
 • Styðja við fjölbreytt menningarlíf í sveitarfélaginu 
 • Gera fjölmenningu hærra undir höfði
 • Styrkja Menningarsjóð Rangárþings eystra enn frekar

Velferðarmál og mannauður

Mannauður er okkur hugleikinn og ber að meta að verðleikum, því er mikilvægt að hlúa vel að öllum íbúum sveitarfélagsins óháð aldri, stétt og stöðu. Rangárþing eystra hefur gengið fram með góðu fordæmi í heilsueflandi samfélagi og stutt starfsmenn sína til heilsueflingar í vinnu og einkalífi. 

Við viljum…

 • Bjóða upp á heilsueflingu fyrir öryrkja að fyrirmynd heilsueflingu fyrir 60+
 • Að byggt verði upp búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og tækifæri til sjálfstæðrar búsetu sé einnig til staðar í félagslega kerfinu
 • Fjölbreytt störf fyrir fólk með skerta starfsgetu
 • Tryggja fjárveitingu frá ríkinu fyrir fullnýtingu hjúkrunarrýma á Kirkjuhvoli
 • Auka öryggi og þjónustu til þeirra sem búa einir
 • Halda áfram að veita eldri borgurum aðstöðu fyrir félagsstarf sitt í húsum sveitarfélagsins
 • Að eldri borgarar séu með í ráðum þegar þeirra málefni eru rædd og ákveðin